CNC Ísland

Almenn viðgerðarþjónusta fyrir allar gerðir framleiðsluvéla.

Við sérhæfum okkur í viðgerðum á DMG - MORI fræsivélum og rennibekkjum. Tökum einnig að okkur allar almennar viðgerðir á sjálfvirkum framleiðsluvélum og öðrum vélabúnaði.

Bjóðum einnig uppá ýmsar mælingar, ss. hallamælingar á vélum með vélarhallarmálum, miðjumælingar með laser, skekkjumælingar á fræsvélum með DIN ISO 9001 granítplötum og turret eða spindilskekkjur í rennibekkjum.

Granít plötur
dmg race team formula 1 dmg-mori

Bjóðum uppá skráða þjónustu og viðhald á framleiðsluvélum

Reynslan hefur sýnt að með góðu fyribyggjandi viðhaldi er hægt að minnka viðgerðarkostnað verulega. Með skráningu viðhalds og varahlutakaupa er hægt að halda utanum rekstrarsögu hverrar vélar.

Oft höfum við líkt þessu við heimilisbifreið. Góður bíll fær reglulega smurþjónustu og nauðsynlegt viðhald sem skráð er í smurbókina til að viðhalda gæðum og verðmæti bílsins

Bjóðum úttektir á viðhaldi, rafræna viðhaldsskráningu og eða skráningar i möppur á staðnum við hverja vél.

viðhald viðgerðir á fræsivélum rennibekkir viðgerðarþjónusta

Skautaleiga

Við hjá CNC Ísland bjóðum upp á leigu á skautum og tjökkum fyrir flutning og upsetningu á t.d. fræsivélum, rennibekkjum, iðnaðarvélum og búnaði sem er allt að 15 tonnum.

Umboðsala notaðar vélar

Tökum ýmsar iðnaðarvélar í umboðssölu - fyrir frekari upplýsingar, hafið samband

Yfirlit notaðar vélar
dmg race team formula 1 dmg-mori